Sitt lítið af hverju

Ekki virðist hugleiðslan hafa hjálpað mér að vera duglegri við að blogga, en þegar ég sest niður og ætla að skrifa eitthvað þá hefur allt verið stíflað.   Ef ég á að vera alveg heiðarleg, þá hefur þetta ekkert með hugleiðslu að gera, enda hef ég ekki stundað hana síðan ég kom úr ferðinni til Pune og sagði frá hér.    Hin raunverulega ástæða er að ég hef lítið verið heima að undanförnu og þegar ég loks kem heim að þá er ég þreytt og syfjuð.   Eins og er, er ég eina íslenska stelpan hérna í Eskimó íbúðinni, var um stuttan tíma alein en svo komu tvær ungverskar stelpur, sem tala ekki einu sinni ensku.    Ég hef hins vegar eignast helling af vinum, aðallega fólki úr elítunni hérna, sem er alltaf að bjóða mér út að borða, í partí o.s.frv.   Farið er með mig eins og prinsessu hérna,  ekið um á lúxusbílum með einkabílstjórum og allir mjög indælir við mig.   Mér var meira að segja boðið að fara með hópi til Singapore, en ákvað að afþakka gott boð eftir smá umhugsun.    Ríka fólkið hérna er mjög ríkt, lætur sér ekki muna um að kaupa flösku af Dom Perignon kampavíni, sem kostar meira heldur en meðalárslaun hérna í Mumbai.   Misskiptingin hér er sem sagt rosalega mikil.

Þá hefur þrátt fyrir monsoon-tímabilið (sjá færslu hér) verið nóg að gera í vinnunni, fór t.d. í 3 prufur í gær og í eina í dag fyrir kvikmynd, þar sem um eitt af aðalhlutverkunum var að ræða.    Mér er sagt að langminnst sé að gera á þessum tíma árs,  þegar monsoon stendur yfir (júní - september) og er 180px-Airtel-logo.svg verkefnum líka oft frestað vegna mikilla rigninga.    Einnig var ég í smá undirbúningi í dag útaf sjónvarpsauglýsingu fyrir Airtel, en þær tökur taka fjóra daga og valda því að ég verð að fresta heimkomunni um einhverja daga (reyndar ekki heldur búin með bíómyndina Stardust sem ég sagði frá hér og hér).    Skv. Wikipedia er Airtel á meðal stærstu símafyrirtækja á Indlandi með yfir 40 milljónir viðskiptavina og eitt af þekktari vörumerkjunum í Indlandi, þannig að það er dálítið spennandi að fá að leika aðalhlutverk í sjónvarpsauglýsingu fyrir svona þekkt og stórt fyrirtæki.  

Ég fékk jákvætt svar samdægurs í gær úr einni prufunni, sem eru myndatökur fyrir Rocky S, sem er einn aðal tískuhönnuðurinn hér á Indlandi og einnig mjög vinsæll sem búningahönnuður fyrir kvikmyndir.   Hann er stundum kallaður "Gucci" eða "Dior" Indlands, en hann hannar mjög "elegant" föt eins og sjá má t.d. hér.    Þess má geta að hönnuðurinn stjórnaði sjálfur prufunni.  

Ekki er ég bjartsýn varðandi áheyrnaprófið í dag fyrir kvikmyndina.  Um var að ræða eitt aðalhlutverkið, sem á að vera bresk gella, sem á þ.a.l. að tala með breskum hreim.   Það sem gerir líkurnar enn minni fyrir mig er að ein sem var að keppa um hlutverkið er ensk og hefur því "Oxford-hreiminn" á hreinu.   Ég er sem sagt ekkert sleip í breska framburðinum og þar að auki þá þurfti ég að læra utanbókar heilt A4 blað af texta.   Það tókst ekki alveg, þ.e.a.s. ég gleymdi síðustu setningunum.   Nú er bara að fara að hlusta á BBC World Service á fullu og herma svo eftir eins og páfagaukur.   Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ skvís;) gaman að þú hefur það gott þarna úti. En svona spurning til ríka fólksins þarna úti..afhverju gefa þeir ekki bara smá af peningnum sínum til fátæka fólksins?...Þá væri kannski ekki svona mikil stéttaskipting....

María (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 10:33

2 Smámynd: Ellý Ármannsdóttir

Þú ert skemmtileg. Ég hef gaman af því að fá að fylgjast með veröldinni sem þú upplifir. Kíki hingað reglulega...

Ellý Ármannsdóttir, 26.7.2007 kl. 20:37

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Gangi þér vel

Einar Bragi Bragason., 26.7.2007 kl. 23:57

4 Smámynd: Bryndís Helgadóttir

Takk, takk kærlega.  

Bryndís Helgadóttir, 27.7.2007 kl. 01:44

5 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég segi það sama og Ellý og ég átti ekki von á að hugleiðslan hjálpaði þér að blogga, nema þá í huganum

Sævar Einarsson, 27.7.2007 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband