Sólbrennd, svefn- og matarlaus :-(

Síðustu dagar hafa verið langir og strembnir; verkefni á hverjum degi og svo bætti ekki úr skák að ég fékk magapest, sem ég hef ekki jafnað mig á enn.   Í dag var ég að leika í sjónvarpsauglýsingu, sem var tekin upp í sundlaug.   Ég hafði ekki hugmynd um að hún yrði tekin upp í sundlaug og tók því enga sólarvörn með mér.   Þannig að núna er ég illa sólbrennd, eldrauð og get vart hreyft axlirnar.   Enn eitt innleggið í reynslubankabókina; sem sagt hér eftir verður sólarvörnin alltaf höfð með í veskinu.  Smile

Verkefnin byrja yfirleitt eldsnemma á morgnana og oft þarf að ferðast um langan veg.  Því hefur ekki verið mikið um svefn að undanförnu, t.d. vaknaði kl. 4:45 þar síðustu nótt eftir 3 klst. svefn og í morgun var risið úr rekkju kl. 3, eftir aðeins 2 klst. svefn; verð að fara að temja mér að fara að sofa fyrr, sem getur verið erfitt fyrir svona næturhrafn eins og mig.  

Batteríin eru sem sagt alveg að tæmast og ekki fæ ég mikla orku úr matnum, því ég hef ekki ennþá vanist matnum hérna eða fundið eitthvað við mitt hæfi; allt er of mikið kryddað fyrir minn smekk og því ekki gott.   Einhver sagði mér að Indverjar krydduðu svona mikið til að drepa bakteríur, þannig að kannski ætti maður að reyna að láta sig hafa þetta.   Þannig að í dag var ég ósofinn, brennd og án matar - best að hafa nokkra banana líka með í veskinu næst.   Svo fæ ég líka lítinn svefn í nótt, þarf að vakna um 6:45, svo það á alveg að ganga frá manni.  Smile

kynnirTakan í gær var fyrir bíómynd sem heitir Race, fjallar sem sé um kappakstur. En þá vorum við nokkrar stelpur klæddar í litla búninga, frekar "sluttý" og áttu stelpurnar að halda á kappakstur klappstýrustöng. En ég var látin standa og kynna sigurvegarann. Ég hafði enga hugmynd um það fyrirfram og fékk ekki línuna fyrr en 5 mínútum áður.  Þurfti að öskra línuna eins hátt og ég gat, sem ég var dálítið feimin við, því það voru fjölmargir áhorfendur.  Það kom mér á óvart að ég skyldi vera látin gera þetta, því ég er sú yngsta og reynsluminnsta af stelpunum

Það tók 4 klst að fara á staðinn sem Race er tekin upp og sá ég fullt af öpum á leiðinni og smellti nokkrum myndum, sem ég set inn seinna í kvöld ef netið verður uppi.  Þá sá ég fullt af skrítnum skordýrum þarna, sem ég hef aldrei séð áður, og það versta var þegar ég fann kónguló hangandi í hárinu mínu, en þið sem þekkið mig og vitið af kóngulóafóbíunni minni getið rétt ímyndað ykkur hvernig viðbrögðin voru.  Smile

En ekki meir í bili verð að skjótast!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband