Í byssubardaga...

Jæja, ég er ekki búin að blogga lengi um hvað drifið hefur á daga mína og er verð ég að viðurkenna að um leti er um að ræða.   En þar sem allir eru að hvetja mig til að blogga meira ætla ég að reyna að standa mig aðeins betur.   

ByssuslagurÁ föstudaginn sl. var annar dagurinn minn við tökur á bíómyndinni Stardust, þar sem ég leik lífvörð mafíósa.   Í einni senunni var um að ræða byssubardaga, þar sem ég hleypti af púðurskotum úr alvöru byssu.   Þetta var mjög spennandi, þó svo að ég hafi aldrei verið spennt fyrir byssuleikjum eða öðrum týpískum strákaleikjum. Þess ber að geta ég hafði aldrei handleikið alvöru skammbyssu áður og var það svolítið sérstakt og ógnvekjandi að ímynda sér að vera að skjóta á aðrar manneskjur.   

Heilt yfir þá gekk þessi tökudagur eins og í sögu og held ég svei mér þá að þetta eigi bara vel við mig.  Og held ég að leikstjórinn sé bara nokkuð sáttur við mig, því hann hringdi um kvöldið og spurði mig hvort ég hefði áhuga á að leika í mynd sem hann byrjar á í september.   Ég sagði honum að ég gæti það ekki, því þá væri ég farin heim til Íslands og skólinn tæki við og benti honum svo á að tala bara við Eskimo Models.

Helgin var nokkuð viðburðarík; fór í flotta afmælisveislu hjá vini Tarun (aðalleikarinn í Stardust); fór á markað og keypti alveg helling af dóti; fór á Enigma á laugardagskvöldið, sem er staðurinn þar sem fræga fólkið hérna sækir helst; mynd birtist af mér í stærsta dagblaði Indlands o.fl.   Segi nánar frá þessu í færslum hér síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Atli Fannar Bjarkason

Já, þú ættir að blogga oftar. Niðurlagið á þessu bloggi var meira spennandi en síðasta hálfa ár í mínu lífi og efni í hörku færslur

Atli Fannar Bjarkason, 11.7.2007 kl. 13:19

2 Smámynd: Steinunn Camilla

Hæhæ:) til hamingju með allt þarna úti:)

ég er alltaf að lesa bloggið þitt af og til og það er ýkt skemmtilegt.

En í allt annað! Ég var KLUKKUÐ af Ólafi Fannbergi og ákvað að klukka þig. Þú þarft svo að klukka 8 aðra, segja þeim 8 hluti um þig og segja þér hver klukkaði þig:)

Hér eru 8 hlutir um mig.

1. ég á afmæli á morgun

2. ég var ljóshærð öll mín bernskuár

3. ég elska laxveiði

4. ég er með 4 tattoo

5. ég elska að horfa á lélega bíómyndir (þær verða svo ýkt fyndnar)

6. ég er með tásuhring og hef haft svoleiðis í tæp 10ár.

7. ég hef áráttu fyrir að skipuleggja mig og skrifa allt niður

8. ég er myndaskjúk, verð að taka myndir af öllu og öllum

Steinunn Camilla, 12.7.2007 kl. 12:12

3 Smámynd: Bryndís Helgadóttir

Takk Steinunn   Ég svara klukkunu þínu eftir helgi - er á leiðinni til Puna, þar sem við ætlum að vera í hugleiðslu yfir helgina...

BTW: Spennandi þetta með Walt Disney - vonandi gengur þetta vel hjá ykkur!

Bryndís Helgadóttir, 13.7.2007 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband