Icelandic + Cuban = Icecube

Anglo-indverski (afkomendur Indverja sem blönduðust Bretum á nýlendutímanum eru stundum kallaðir þetta) uppistandarinn Russel Peters er einn af þeim betri í bransanum að mínu áliti.   Hér í myndbandinu að neðan gerir hann m.a. grín að mismuninum á að prútta við Kínverja annars vegar og Indverja hins vegar.  Ég er einmitt orðin rosalega góð að prútta hérna í Indlandi og segi kannski nánar frá því í bloggi síðar.   Þá gerir hann grín í myndbandinu um óhjákvæmilega blöndun kynstofna í náinni framtíð og kemst m.a. að því að afkvæmi Íslendings og Kúbana verði kölluð “Icecubes”.  Horfðu endilega á þetta ef þig langar að hlægja aðeins: LoL

Blogga vonandi á morgun um æðislegan útreiðartúr sem ég fór í, í gær. Bless að sinni. Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson



Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.8.2007 kl. 21:45

2 Smámynd: Bogi Jónsson

Frábært video

Ég sá það í færslu hérna neðar að þú fórst í hugleiðslu, þetta virðist vera magnaður staður mig hefur dteimt um að fara til Indlands og upplifa svona staði og hitta einhverja af gurúum landsins

En til hamingju með þá stöðu sem þú ert í og mundu að njóta augnabliksins, það er nokkuð ljóst að á hverjum degi ert þú að búa þér til eftirminilega fortíð.

Kær kveðja Bogi

Bogi Jónsson, 3.8.2007 kl. 11:41

3 identicon

Sammála Boga hérna að ofan.   Svo finnst mér bloggið þitt alveg frábært - var að fara yfir allar færslurnar þínar.   Haltu áfram á þessari braut!

Siggi J. (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 04:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband