Indland

Jæja , ég ætla að reyna að blogga e-ð á meðan ég er í Indlandi. En ég er frekar lélegur bloggari en ætla að reyna samt.

En ég er allavega komin til Indlands, kom semsagt í gær. En ég komst ekkert á netið fyrr en í dag og má segja að ég hafi fengið smá menningarsjokk. Maður sér húsarústir sem fólk býr í og sum húsin eru hálfgert búin til úr rusli. Svo er keyrt öfugu megin eins og í London, fékk að sjá smá af London í rútunni. Kannski ég byrji að tala um flugið; þegar við komum á Heathrow flugvöllinn til að tjékka inn töskurnar fengum við að vita að það tæki næstum klukkutíma að fara til London út af umferð. Svo við hættum við og ætluðum að taka strætó til Windsor minnir mig en þá tók 40 mínútur með strætó svo við héngum á flugvellinum í tæpa 6 tíma. Reyndar fannst mér tíminn þar líða of hratt þar sem við þurftum að hlaupa á eftir flugvélinni næstum; hehe. En við höfðum nóg að skoða og versla og ég náði ekki einu sinni að versla allt sem ég ætlaði mér (útaf tímaleysi). Svo svaf ég mest allan tímann í flugvélinni þar sem ég á auðvelt með að sofna eftir hvítvín og tannbursta tók ekki einu sinni eftir að við vorum næstum 9 tíma í flugvélinni. En ég er ótrúlega ósátt við þetta svaka security. Taka bara rándýrt krem af manni útaf engu. En allavega þá kom ég til Indlands kl sirka 8 að morgni á íslenskum tíma, en sirka 1 á indverskum tíma.

Mig er strax farið að líða eins og einhverri geimveru sem allir stara á.  Það er frekar óþægilegt liggur við að maður klæði sig eins og sumar og láti aðeins sjást í augun. En það er altént ótrúlega heitt hérna og umferðin pff ég var hálfhrædd allan tímann, þar sem það er varla regla í umferðinni, það eru allir allstaðar og næstum keyrt á okkur nokkrum sinnum.  Og allir flautandi útaf engu, bara til að flauta. Svo voru börn böðuð nánast út á götunum sumstaðar.  En ég er samt mjög sátt við íbúðina , hún er mjög fín og starfsfólkið líka. Þau eru víst búnað bíða spennt eftir manni greinilega e-ð að gera þótt það sé monsún tímabil.   Svo þegar maður var kominn heim,  þá voru fæturnir rosalega bólgnir eftir allt labbið fram og til baka;  endalaust labb! En ferðin gekk mjög vel=).

En núna er annar dagurinn minn hérna á Indlandi og fór ég í "casting" fyrir undirföt áðan. Ég finn fyrir raka í loftinu alveg eins og maður sé í gufubaði. En myndavélin mín var batteríslaus svo ég tók engar myndir í dag eða gær. Það er samt hræðilegt hvað sum börn hlaupa að bílnum sem maður er í og banka á gluggana og biðja um pening, og þau hætta ekki heldur banka áfram og áfram. Og maður fær mjög mikið í brjóstið því það er hræðilegt að sjá svona. Svo sá ég belju áðan á götunni bera einhverja olíu, bíddu eru þær ekki heilagar? Á olían ekki frekar að bera beljuna?  Bara svona hugdetta Tounge En ég er allavega í íbúð fyrir ofan Eskimó skrifstofuna, þar sem ég er núna útaf því að þráðlausa netið er slappt uppi og það er góð loftkæling hérna. En ég bý með 2 öðrum íslenskum stelpum og svo er einn strákur og stelpa frá öðrum löndum. En það eru allir mjög næs hérna og gaurinn ætlar að taka mig með í partý í kvöld ef hann fer. Svo jeij annað hvort verður fyrsta indverska partýið í kvöld eða á morgun,  því á morgun ætlar skrifstofan að halda partý fyrir okkur =). Þannig að maður sér bara hvernig fer í kvöld. Kannski gerir maður ekkert;  náttúrulega búin að ferðast í 26 tíma í gær og hinn. En núna ég held að komið nóg í bili og ég ætla að fara að fá mér kvöldmat, ef ég finn mér einhvern góðan stað ! 

 Verið þið sæl að sinni.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ elskan, vildi bara óska þér góðs gengis þarna úti. Sé að allt hefur gengið vel í byrjun allavega svo þú ættir að redda þér;) anyways! ... vertu gella og fáðu mörg góð verkefni :D

María (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 14:35

2 Smámynd: Helgi Örn Viggósson

Þú ert aldeilis snögg að blogga; stofnaðir blog-reikninginn og fyrstu færsluna á 10 mínútum á meðan við vorum að spjalla á MSN - flott hjá þér.   En bættu við greinaskilum og láttu púkann vinna fyrir laununum sínum.

Æ, æ, gleymdum við að segja þér frá öryggisreglunum á flugvöllunum; svona er þetta sumt verður maður að læra af reynslunni.   Hverju öðru gleymdum við?   Allavega farðu varlega í hvítvínið og indversku veislurnar.... 

Kveðja,
Pabbi.

Helgi Örn Viggósson, 5.6.2007 kl. 15:36

3 identicon

Hæ mömmustelpa

Guðrún Þórðardóttir (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 16:41

4 identicon

Hæ Lína mín, velkomin til Indlands. Gaman að lesa bloggið þitt elskan. Það verður lærdómsríkt fyrir þig að vera þarna algjörlega nýr heimur. Hafðu það gott og ég er strax farin að sakkna þín. Bless elskan, mamma.

Guðrún Þórðardóttir (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 16:46

5 identicon

hey ég get ekki látið greinaskil ! það fer alltaf upp aftur ! frekar böggandi! en ég reyni að passa mig á því öllu. Og já þið hefðuð átt að segja mér regluna:/

Bryndís (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 17:31

6 identicon

hæ kjáni, gaman að þú skulir ennþá vera á heilu og höldnu :D

farðu varlega í matinn !! ekki borða neitt sem er ekki eldað í spað haha og gott að skola því niður með solitlu brennivíni svona til að drepa bakteríur :D híhí  annars bara gangi þér vel ;) þú rústar þessu

Svenni (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 20:43

7 Smámynd: Helgi Örn Viggósson

Belja í IndlandiHérna er ágætis hlekkur á indverska menningu, m.a. um heilögu kýrnar. Svo má náttúrulega finna grein um kýrnar á Wikipedia.

Helgi Örn Viggósson, 5.6.2007 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband