Bollywood vs Hollywood

Bollywood_SignEitt af því fáa sem ég hafði heyrt eitthvað að ráði um Indland áður en ég kom hingað var Bollywood, sem er stærsta miðstöð kvikmynda- og skemmtanabransans á Indlandi.   Bollywood er reyndar ekki nein sérstök borg, heldur viðurnefni sem festst hefur í gegnum tíðina á þennan bisness hér í Mumbai, sem dreifist víða um borgina.  Viðurnefnið er myndað úr upphafsstafnum í Bombay (sem Mumbai hét áður) plús Hollywood að H'inu slepptu, sjálfsagt vegna þess að Indverjarnir hafa ekki ósjaldan reynt að líkja eftir því sem gert í höfuðborg kvikmyndaiðnaðarins í Bandaríkjunum.   Aðrar miðstöðvar kvikmyndaiðnaðarins á Indlandi hafa fengið svipuð viðurnefni, eins og Tollywood og Kollywood.   Oft notar fólk reyndar Bollywood nafnið af misskilningi til að vísa til alls indverska kvikmyndaiðnaðarins.   (Athugið að myndin hér að ofan er "photosjoppuð" útgáfa af Hollywood merkinu fræga.)

Ég hafði engan veginn gert mér grein fyrir því áður en ég kom hingað, hversu umfangsmikil starfsemin í Bollywood er, en skv. þessari heimild hér eru framleiddar hér u.þ.b. 1000 kvikmyndir á hverju ári, sem er ca tvöfalt meira en gert er í Hollywood.   Og þá hefur Bollywood vinninginn hvað varðar fjölda seldra miða, 3 milljarðar á móti 2,6 milljörðum.  Hinsvegar hefur Hollywood yfirburðastöðu, þegar allar peningaupphæðir eru skoðaðar.  

Langmest af efninu sem framleitt er hér er á tungumáli sem heitir hindi, sem er mest talaða málið hér um slóðir og hið opinbera tungumál Indlands, en enska hefur reyndar líka stöðu sem opinbert mál, enda tala allir sem maður hittir hérna ensku.  

Áhugi Indverja á kvikmyndum, tónlist og dansi, er gríðarlegur.  Hvert sem litið er sér maður auglýsingaskilti um kvikmyndir.   Og stjörnudýrkunin hér er margfalt meiri heldur en við eigum að venjast.  

En menningaheimurinn hér er nánast eins ólíkur okkar og hugsast getur og finnst okkur því oft kómískt, það sem fólki hér finnst "kúl og töff", á þetta ekki síst við þegar þessir tveir ólíku  menningarheimar eru bræddir saman, þá getur útkoman í okkar vestrænu augum verið ansi spaugileg.   Til að þið skiljið hvað ég er að fara, þá læt ég fylgja eitt tónlistarmyndband hér af YouTube þar sem stórstjarna frá Suður-Indlandi "performerar"; þessi kann alla taktana frá George Michael og Michael Jackson og blandar þeim saman við indversku taktana sína.   Njótið vel!    Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtileg og fróðleg færsla hjá þér.   Já, þessi slær Gogga og Mikka algjörlega út í töffaraskap.  

Bjarni M. (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 21:30

2 identicon

hehehe, bráðfyndið videó...

Siggi (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 20:55

3 identicon

Bwahaha

nei andskotinn þetta hlýtur að vera eitthvað djók myndband? Ertu að segja að þessi gæi sé svaka kúl í Indlandi? Ef svo er þá verð ég að kíkja þangað einn daginn. Hlýtur að vera bráð fyndið og skemmtilegt land.

Óli (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 13:54

4 Smámynd: Bryndís Helgadóttir

Nei, þetta er fúlasta alvara  

Reyndar er þetta svolítið gamalt videó og valdi ég það sérstaklega vegna þess að mér fannst það fyndið.   Töffarinn þarna heitir Prabhu Deva og er hann mjög frægur hér á Indlandi.  Hann er reyndar ekki hér heldur í Kollywood, sem er í S-Indlandi.    Ég kem kannski með betri (og sanngjarnari) dæmi síðar.

Bryndís Helgadóttir, 21.6.2007 kl. 16:16

5 identicon

Ég ætla rétt að vona að Pradhu Deva sé að djóka í þessu myndbandi.........hef aldrei séð eins velæfð og fjölmenn hópatriði..........allir í eins búningum og alles.  Myndatakan með hrað-effektnum alveg að gera sig.

Berglind Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 15:38

6 identicon

Kannski að hann sé bara að gera grín að vestrænni poppmenningu....? 

María J. (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband