Annað bloggið mitt =)

Jæja þá er þriðji dagurinn kominn og var ég að koma úr castingi áðan fyrir einhverja mynd og sit bara uppí rúmi með loftkælinguna á fullu.

En í gær fórum við 5 stelpur + bílstjórinn í eiginlega 4 manna bíl og sátum í næstum 2 klst bílnum. En við fórum í e-ð casting sem tók langan tíma og við þurftum að fara í annað sem við þurftum þá bara að sleppa. Á leiðinni var svona fallegt tívolí með vatni sem fólk gat farið útá báta og svona, eða það hefði verið fallegt ef það hefði ekki verið svona skítugt og tívolíið pínku lítið.

Ég er allavega búin að láta nokkrar myndir inná en læt fleiri inná af hinum myndavélunum. En þær voru teknar þegar við fórum á einhvern flottan klúbbrétt hjá ströndinni ( sem er ekki venjuleg strönd ) . En það var mjög fínt þar náttúrulega ekki mjög crowded þar sem það var bara miðvikudagur . En þar var maturinn borinn til okkar af barnum og dansgólfinu og svona. Ég dansaði reyndar ekki mikið því það voru svo fáir að dansa, en ég fékk mér Pina colada og svona drykk sem ég veit ekki hvað heitir; vínrauður með eplum og perum úti =) rosa góður náttúrulega fríir drykkir. En svo fórum við snemma heim, því við þurftum að vakna snemma næsta dag og fórum meira að segja áður en aðal maturinn kom :/ . En það var allt í lagi ég var hvort sem er södd eftir McDonalds en ég komst að því áðan að það er hægt að láta senda sér McDonalds! Svo ég mun örugglega lifa á því og Dominos - hef heyrt að KFC sé vont hérna og ég smakkaði pizzuna á Fridays frekar spes og ég þori ekki að smakka Subway, veit ekki hvort sveittur indverskur Subway sé jafn góður og sveittur íslensku !. En eitt sem ég skil ekki, á klúbbnum var ískalt, eins og að koma í ísskáp. Þannig marr fann ekkert á sér fyrr en marr ætlaði heim eða út. En þegar ég kom heim þá var bara öryggisvörðurinn sofandi? Gott öryggi ha ?

En ég fór í svona hjólavagn sem heitir hvað ricshaw what æj man ekki e-ð R .En ég varð soldi oft hrædd á leiðinni þar sem bílar beygðu og bremsuðu þegar þeir voru komnir svona 5 cm frá bílnum !! sem var hræðilegt og allir keyra bara á miðri akrein. Og svo eru engin öryggisbelti. Svo ef ég blogga ekki innan viku þá er ég klesst á götunni eins og margir hundar. Ójá það er keyrt yfir hunda eins og ekkert sé og kýrnar eru bara við marga kanta. Ég hef ekki enn séð neina ketti ? bara villihunda.Og hvar er allt fatlaða fólkið og móngóltarnir ?  Marr sér líka oft karla leiðast höndum eða halda um öxlina á öðrum. Meina af hverju gera þeir það ekki við konuna sína ? Er flottara að líta út eins og hommi ? Ef þeir vilja snertingu frá einhverjum væri ekki skárra að fá það frá konu, æj ég bara svona að velta þessu fyrir mér. En áðan þá komumst við ekki niður stigann sökum fljúgandi kakkalakka !! Já krakkar hann flýgur ! Og við reyndum að kalla á öryggisvörðinn en hann þóttist ekkert heyra.

Svo þoli ekki að sjá fólk úti á götunum og sofa á akreinabrautareyjunum! Það var kona með nýfætt barn sitt kannski 0-2 mánaða sem lá bara á smá taui á akbrautareyjunni sem er kannski 20 -25 cm og hún að betla e-ð. Og Sigga rétti úr bílnum smá pening .. en þá vildu þeir bara meir og ég var ekki með neitt klink.

Já ég ætlað hætta í bili og reyna að gera e-ð annað; sofa meir eða e-ð.

Og ég laga myndirnar í dag/kvöld

Verið sæl !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að þú sért að blogga.

Gaman að heyra lýsingarnar og fá svona smá að sjá hvernig þetta er. Ég kem svo til ykkar bráðlega, er að bíða eftir Visanu.. eftir að ég las þetta fór ég svona að hugsa um að hætta kannski bara við? En það reddast :)

Sé ykkur!

Ragnheiður (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 11:59

2 identicon

Hæ Lína mín. Ég er að fara til Boston í viku en sendi þér e-mail á hotmailið þitt. kv mamma

Guðrún Þórðardóttir (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 14:30

3 identicon

Lína mín er farin til Boston í viku. Ég sendi þér e-mail líka á á gmailið þitt. Þú getur sent mér póst ef það er e-h. Bæjó

Guðrún Þórðardóttir (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband