Fílar á götum stórborgar!

Já fólk, í gær sá ég fíl labbandi á einni götunni hér í Mumbai, eins og ekkert væri sjálfsagðara!  Við erum hér að tala um eina fjölmennustu stórborg í heiminum.   Ég var á leiðinni á klúbb og fíllinn var með ranann inn um glugga á bíl, e.t.v. að næla sér í e-ð góðgæti.

Einmitt svona "Kodak moment" en leiðinlegt að ég gleymdi myndavélinni Angry

  

Gærdagurinn var sosum ágætur, ég varð reyndar frekar pirruð þegar netið var niðri um kvöldið í gær og indverska SIM-kortið mitt virkar ekki í Samsung símanum mínum og þegar ég ætlaði að hringja úr íslenska númerinu mínu þá var það ekki að virka heldur, þótt ég hafi marg oft hringt úr því síðan ég kom hingað. En ég fékk nokkurskonar innilokunarkennd eða eigum við kannski heldur að segja "netleysiskennd", og verð ég að segja að hún er óþægileg.  Og ekki bætti úr skák hinn mikli hiti (hátt í 40°C), sem gerði ekkert annað en að magna þessar kenndir sem net- og símaleysið ollu.

En mér hefði liðið enn verr ef ég hefði ekki farið í þetta æðislega nudd! Ég fór í "fullbody" nudd og ég virkilega þurfti á því að halda enda lurkum lamin eftir að hafa ferðast 26 tíma með þunga fartölvu, bækur, hleðslutæki og meira hangandi á öxlinni minni allan þann tíma sem ég var ekki í flugi.

Jæja, best að koma sér úr náttfötunum og fara að gera e-ð að viti !

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Örn Viggósson

Flott blogg hjá þér Bryndís mín.  Þú ert ekki búin að vera heila viku að blogga en samt ertu komin í 21. sæti á vinsældarlistanum.  Frábært!  

Helgi Örn Viggósson, 11.6.2007 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband