Ónauðsynlegt dráp?

Fram kemur í 16. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum að hvítabirnir eru friðaðir samkvæmt lögum þessum á landi, hafís og á sundi. Gangi hvítabjörn á land þar sem fólki eða búfénaði er ekki talin stafa bráð hætta af er Umhverfisstofnun heimilt að láta fanga björninn og flytja hann á stað þar sem ekki stafar hætta af honum. Fella má hvítabjörn sem gengið hefur á land og fólki eða búfénaði er talin stafa hætta af.

Ísbjörninn

Það er alltaf huglægt mat hvenær það er "talin stafa hætta af" ísbirni og því velta örlög þeirra fáu hvítbjarna sem hingað rata á dómgreind þeirra manna sem að fá það hlutverk að sjá um tilvik slík sem þessi. Fréttin um það að hvítabjörn væri við Þverárfjallsveg í Skagafirði barst rétt fyrir 10 í morgun og væntanlega á sama tíma bárust þessar fregnir til lögreglu. Aðeins 1 og ½ tíma síðar var búið að drepa dýrið! Ég trúi ekki að sú hætta sem stafaði af birninum á Þverárfjallsvegi hafi verið slík að nauðsynlegt væri að drepa dýrið strax. Þau rök sem að lögreglan á Sauðárkróki færir fyrir þessu ljóta og ónauðsynlega drápi eru þau að þeir "vildu ekki missa hann uppí þokuna" og að ekki séu til deyfilyf á landinu til þess að svæfa dýrið meðan á flutningi þess stendur.

Egill Þorri Steingrímsson, héraðsdýralæknir á Blönduósi segir í viðtali við Morgunblaðið fyrr í dag að það sé rangt að ekki sé til deyfilyf í landinu, líkt og umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir sagði í samtali við mbl.is. Hann sagðist meira að segja vera með deyfilyf í bílnum hjá sér og það er til deyfibyssa hjá dýralækninum á Egilsstöðum. Ef hún hefði verið send með flugi þá hefði byssan verið komin á staðinn eftir klukkustund!  Hvað lá á?  Af hverju var ekki leitað til fagmanns eins og Egils Þorra til að skipuleggja skynsamleg viðbrögð?  Viljum við ekki líta á okkur sem siðmenntaða þjóð, sem tekur ákvarðanir byggðar á þekkingu?

Hvítbirnir eru í útrýmingarhættu og full ástæða hefði verið til að leita allra leiða til að hjálpa dýrinu! Ekki skjóta fyrst og HUGSA svo!

 


mbl.is Einmana og villtur hvítabjörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjörlega sammál ykkur.Þetta dráp er okkur íslendingum til skammar.

Málfríður (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 21:02

2 Smámynd: Kiddi Blö

Það er svo auðvelt að vera á bak við tölvuna sýna, öruggur og æla út úr sér vel völdum orðum.  Ég er nokkuð sammála þér með þetta allt saman.

En ég sé ekki fyrir mér ferlið í því að svæfa og flytja dýrið til Grænlands.  Mér fannst þetta rétt ákvörðun MIÐAÐ VIÐ TÍMA, AÐSTÆÐUR, REYNSLU OG UPPLÝSINGAR.

Tími: Lítill til ákvarðana
Aðstæður: Fuuuulllt af fólki að fylgjast með
Reynsla: ENGIN
Upplýsingar: Engar, menn voru bara þarna úti í óbyggðum

Ég skal reyndar láta ykkur umhverfissinna fá góðann punkt:  Auðvitað á Lögreglan að loka veginum beggja megin um LEIÐ og fréttist af ÍSBIRNI á Þverárfjalli.  Þannig hefði ekki verið um neitt fólk að ræða og meiri tími sennilega gefist til ákvarðana.  Það var svona panic ástand í gangi... of course

Kiddi Blö, 3.6.2008 kl. 21:19

3 identicon

Kiddi blö hvað meinar þú með lítill tími til ákvörðunar? það var lítil sem engin þoka og veiðimennirnir hefðu getað gengið á eftir dýrinu í öruggri fjarlægð til að hafa auga með því þar til deyfilifið kæmi á staðinn

aðstæður: fullt af fólki við hliðina á bílum sínum sem hefðu getað farið inn í þá... halló!!! og aukþess dýrið var að FORÐAST fólkið.

reynsla engin... so what þetta er ekki flókið deyfa dýrið úr fjarlægð og ef það skylt stefna í áttina að fólki áður en það myndi missa meðvitund þá mætti skjóta það. það þarf ekki reynslu til að geta gert þetta.

upplýsingar engar: Hvað meinarðu með því? hvort honum finnst selir eða rostungar betri? hvers vegna þarftu að vita það? er ekki nóg að vita hvar hann er og að hann er mannfælinn.

Auðvitað langaði veiðimennina að skjóta bjarns dýr þetta er lílega eina tækifærið þeirra til þess, en þar sem það var ekki að stefna neinum í hættu og það er í útrýmingarhættu, þá á auðvitað að kæra þessa menn fyrir þetta óþarfi dráp

og kiddi það væri réttara að tala um dýravini en ekki umhverfissinna í sambandi við þessa frétt....

thor (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband