Martröð

leggjalöngJæja, þá er ég flúin frá Bombay úr hryðjuverkaógninni og komin upp í fjöll. Tilefnið er myndataka í 2 daga.

Er nokkuð "save", eða hélt það allavega... 

Eftir langan akstur í sveitasælunni, sé þetta hálfkláraða hótel/mótel... og ég geri grín af því að þetta sé örugglega staðurinn sem við (tökuliðið og ég) gistum á. Mér til skelfingar kemst ég að því að þetta er virkilega staðurinn.

Jæja ég verð að taka því og fer inn í herbergið mitt... hmm það lítur vel út við fyrstu sýn. Stórt herbergi með stóru rúmi. Ég fer inná klósettið (já... löng keyrsla!), en sé að það er enginn klósettpappír, svo ég ákveð að fara fram og biðja um tissjúbréf. Á leiðinni út rek ég augun í þessa líka stóru könguló (og þeir sem þekkja mig vita að ég er með mikla fóbíu fyrir þeim). Ég hleyp út og bið um að hún sé drepin. Vola, hún er dauð og mér er óhætt. En nei nei sé svo aðra með risastórar lappir, fær hún sömu örlög og sú fyrsta og önnur til stuttu seinna. 

Hélt að allt væri í góðu lagi þá... nema sjónvarpið virkar ekki, sturtan virkar ekki, í herberginu er skítakuldi þar sem flísar eru á gólfinu, sem gerir það enn kaldara. Og það er þessi tómleiki í herberginu.

Ég hugsa með mér að það verði bara að gera gott út þessu og kveiki á betra ljósi... þá kemur í ljós að ég bý með 4, 5, 6 öðrum köngulóm! Ég fríka náttúrulega út. Ein er á svaka hreyfingu og er að elta mig (að mér finnst)!! Hvert sem ég fór þá fór hún í sömu átt og ef ég stoppaði þá stoppaði hún (stundum) til að síga niður og sýna mér þessa fallegu leggi sem hún hafði. Ohhh.

Þar sem allir voru farnir að sofa, gat ég ekki fengið hjálp. Svo nú var ég í vondum málum. Ein um miðja nótt lokuð inni með köngulóm af öllu. Eftir dálitla stund ákvað ég að vera sterk. Ég myndi henda skó í hana í næsta skipti sem hún ætlaði að láta sig síga niður.

Ég stóð vaktina til 3:30 um nóttina og horfði á allar köngulærnar til skiptist á 5 mínútna fresti. Eftir hvatningu frá mömmu (á MSN) um að drepa köngulærnar með skónum mínum. Ákvað ég að láta verða að þessu. Ég byrjaði á að kasta skónum mínum í átt að einni þeirra. En það endaði illa þar sem hún lifði áfram en ég braut ljósið í herberginu mínu og glerbrot voru um allt herbergið.  Andsk...

En jæja nóg af minni martröð, hryðjuverkamönnum og köngulóm. 

Ég mun bæta einhverjum myndum hérna inná fljótlega =)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Takk fyrir að deila með okkur þessari lífsreynslu og bara....vertu hugrökk.

Kv Sigurður

Sigurður Ingólfsson, 30.11.2008 kl. 16:36

2 Smámynd: Bryndís Helgadóttir

það var lítið, það bættist reyndar froskur og nokkrar drekaflugur í safnið =)

Bryndís Helgadóttir, 30.11.2008 kl. 19:02

3 Smámynd: Ellý Ármannsdóttir

Takk fyrir spjallið í dag;) Hlý kveðja always...

Ellý Ármannsdóttir, 1.12.2008 kl. 19:36

4 identicon

jii.. ég tók fæturnar upp af gólfinu þegar ég las þetta blog :S

En vonandi gengur allt í haginn hjá þér núna og engar köngulær að elta þig lengur.

Farin að sakna þín alveg mega mikið, komdu heim sem fyrst ;*

Ásdís Hrund (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband