Á Lamborghini í London

Það er kannski tímabært að segja frá því hvernig ferðin mín til Indlands hófst þetta árið, þar sem ég hef „gleymt“ að blogga þar til núna nýlega. En ég lagði af stað til Indlands fyrir næstum 3 mánuðum síðan, eða um miðjan september.

p1011501.jpgÁ leiðinni til Indlands þá stoppaði ég í London  í 4 daga meðal annars til að hitta vin minn sem býr þar. Hann á hótel í London og leyfði mér að gista frítt á hótelinu sínu. Hótelið hans er nokkuð sérstakt þar sem ekkert herbergi er eins, heldur hefur hvert herbergi sitt þema. Hótelið er mjög vinsælt hjá fólki í tísku- og tónlitarbransanum og heitir Pavilion Hotel. Þar sem ég hafði ekki komið til London áður, bara á flugvellina og rútu á milli, þá sýndi hann mér það helsta af borginni á meðan ég var þar.  Þessi vinur minn safnar bílum og á 2 Lamborghini, Ferrari, Range Rover, Aston Martin og fleiri. Nú við ókum um borgina og meðal annars á Oxford Street og vorum semsé eini „venjulegi“ bíllinn á götunni. Hann var svo sætur í sér að leyfa mér að  keyra Lamborghini, sem var æði.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband