Ekki góð vinnubrögð hjá Séð og heyrt!

Nú er ég alveg miður mín.  Ég var nefnilega að fá þær fréttir hingað til Indlands að Séð og heyrt hafi notað mig sem “Séð og heyrt stúlkan” í síðasta tölublaði.   Margir vinir mínir hafa hneykslast yfir þessu, því þeim finnst þetta vera lítilslækkandi fyrir mig.   Mér finnst það kannski ekki aðalatriðið, heldur vinnubrögð Séð og heyrt, því blaðið gerði þetta í engu samráði við mig; hvorki spurði mig leyfis eða lét mig vita á neinn hátt.   Birting sem þessi er þvert gegn stefnu vinnuveitanda míns, Eskimó, og veit ég að Andrea er ekki ánægð með þetta og mun gera eitthvað í málinu.   Þetta er að mínu viti slæm vinnubrögð og blaðinu til vansa. 

Uppfært 12.06.07:

Ég er búin að fá skýringar og afsökunarbeiðni frá Séð og heyrt, sem ég sætti mig vel við.   Málið er að ég talaði við Björn Blöndal, ljósmyndara, þegar hann tók myndir af okkur á tískusýningunni Made in Iceland fyrir rúmri viku síðan og sagði honum frá Indlandsferðinni minni.   Hann sagðist vilja segja frá för minni til Indlands í Séð og heyrt, sem ég samþykkti að sjálfsögðu.  Hins vegar fór það framhjá mér að hann ætlaði að nota næst síðustu síðuna í þessu skyni, en af henni fer jú misjafnt orð, sem hvorki hæfir stöðu minni hjá Eskimó, né aldri mínum.   Ég trúi engu slæmu um Björn Blöndal og trúi líka að hann hafi gert þetta af velvilja við mig, enda myndin góð í alla staði og textinn mér mjög svo hliðhollur.    Ég var e.t.v. of fljót á mér þegar ég setti inn færsluna að ofan, enda miður mín eftir að fjöldi vina minna hafði samband og flutti mér tíðindin um að ég væri “Séð og heyrt stúlkan” og sá fyrir mér hið versta, enda hafði ég ekki séð blaðið.  Einnig áttaði ég mig engan veginn á því hversu öflugur miðill bloggið hérna á mbl.is er, hélt mig fyrst og fremst ná til vina og vandamanna, en mér er sagt að færslan mín hér að ofan hafi farið eins og eldur um sinu heima á Íslandi.   Sem sagt, þetta byggðist allt á misskilningi og við sem að þessu komum öll reynslunni ríkari.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

wow heyrðu þetta gerðist líka með vinkonu mini...égsegi SEW THEM haha nei í alvöru

ana sædís (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 17:34

2 Smámynd: Helgi Örn Viggósson

Já, þetta er engan veginn nógu gott hjá S&H fólki.   En þú þarft ekkert að skammast þín, því þú hefur ekkert gert af þér.  Þetta sýnir bara hvað þú ert orðin vinsæl sem fyrirsæta. 

Taktu þessu af rósemd og mundu að bara það að vera reiður er að hefna afbrota annarra á sjálfum sér.

Bestu kveðjur að heiman.

Helgi Örn Viggósson, 9.6.2007 kl. 22:01

3 identicon

Ég held nú að flestar stúlkur hefðu nú bara verið hreyknar yfir þessu...

Bjarni M. (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 04:01

4 identicon

Sendu þeim bara feitan reikning og málið er dautt!  

Siggi J. (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 20:29

5 identicon

Þeir tala um þig sem "Björtustu vonina" með mynd inn í blaðinu og svo sem eina heitustu fyrirsætuna í bransanum, þannig að ég fæ ekki betur séð en að þetta sé bara jákvæð kynning fyrir þig.   En að sjálfsögðu hefði blaðið átt að hafa samráð vegna "H&S stúlkunnar".

Mæja J. (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 12:52

6 identicon

Hvar lærðirðu orðið vansa?

Josh (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 16:43

7 identicon

já það er ekki algengt að sjá eskimo fyrirsætur sem séð og heyrt stúlkan og ég verð að viðurkenna að ég var nokkuð hissa að sjá svona flott módel aftast í blaðinu að þessu sinni!

mjög léleg vinnubrögð hjá blaðinu að mínu mati.

gangi þér sem allra best í indlandi:)

fatou (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 17:26

8 identicon

Herna ég þekki smá til og þekki margar stelpur sem hafa farið í séð og heirt sem stúlka blaðsins án þess að þær vita af því. Og það er Björn B sem er að setja og gefa leifi til þess að birta það í blaðinu og seigist vera með samþykki þannig að þetta er pínu honum að kenna. Og veit um margar stúlkur sem eru ekki ánægðar með hann því miður útaf þessu og öðru

Bjarni G (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband