8 júní - flott út að borða á Indlandi

Jæja þá er kominn laugardagur, ég hélt reyndar að það væri föstudagur. Ég hætti alveg að taka eftir tímanum og dögunum hér, þar sem ég hef ekki síma enn. En ég fæ indverska SIM-kortið mitt á morgun! En allavega þá er ég svona farin að reyna að venjast aðeins menningunni hérna þó það sé erfitt. 

Í gær þá fór ég á fund fyrir e-ð tónlistarmyndband og svo í Norbit-Mall og Hyper City með Helgu og Pooria. Og þar reyndi ég að velja allan matinn minn evrópskan og spurði Pooria mikið hvað væri evrópskt. En þetta var alveg svakalega stór  matvörubúð og með fullt af evrópskum mat svo það var algjör “life saver” að komast í hana. Hélt að ég myndi ekkert borða hérna í Indlandi. Ég verslaði mikið af mat og annað og þegar ég var að fara að borga þá virkaði ekki Visa kreditkortið mitt svo ég prófaði debet kortið íslenska (sem ætti eiginlega ekki að virka þar) og það virkaði. En allur maturinn var mjög ódýr kostaði aðeins 2000 og e-ð rúbínur sem sagt sirka 3000 krónur íslenskar.

Úti að borðaEn um kvöldið fékk ég þessa leiðinlegu frétt um S&H, svo ég var ekki í það miklu skapi að fara í e-ð partý , en við höfðum gert plan um að fara og þeir búnir að kaupa hvítvínsflösku handa mér. En svo ákváðum við að fara þá bara út að borða og fórum á alveg rosalega flottan stað sem heitir H2O. Hann er með þeim flottari sem ég hef séð og ja sumir staðirnir eru mikið flottari en á Íslandi. En við fórum upp og sátum á svölunum og fengum okkur kokteila og svona áður en við borðuðum og fyrst fékk ég mér bleikan drykk og svo annan bláan sem var enn girnilegri. Svo kom þessi rosa góði matur, fyrst kjúklingur og gat ég ekki hætt að borða hann og svo einhverskonar ostaréttur. En eigandinn sat með okkur og var stjanað við okkur. Hann er þessi með skrýtna hattinn (á meðfylgjandi mynd) þannig við þurftum ekkert að borga. 

Svo þegar við fórum út spurðu þeir okkur hvort við værum enn svangar, en ég sagðist ekkert vera það svöng, samt fóru þeir með okkur á resturantinn við hliðin sem var  mjög fínn. Við pöntuðum margt og ég bað um djúpsteiktan humar en þetta var allt svo sterkt að munnurinn minn var að brenna !

Nóg komið í bili, meira síðar!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sææl! Vona að þú njótir þín þarna úti, þín er allavega sárt saknað hérna hinu megin :(

En þú lifir algjöru lúxuslífi þarna úti, ekki slæmt það :D

Heyri í þér ;*

Ásdís Hrund (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband