Þjóðsöngur í bíó

Indverski fáninnJæja, þá ég er búin að prófa bíó í Indlandi. Ég fór á Ocean's Thirteen en hún var ekki eins góð og Ocean's Eleven. En skrítin upplifun fyrir sakleysingja frá Íslandi er ströng öryggisgæsla í bíóum; leitað er á fólki, veskið manns skoðað og ekki má fara með neitt eins og t.d. ís inn.  Varð að borða minn fyrir utan í flýti. Og svo 2 mínútum áður en myndin byrjar þá eiga allir að standa upp og horfa á skjáinn þar sem indverski fáninn birtist og indverski þjóðsöngurinn byrjar.   Eftir smá hik stóð ég auðvitað upp og horfði svona smá í kringum mig og allir voru grafalvarlegir en ég var náttúrulega alveg við það að fara að hlæja sem hefði ekki litið vel út! En ég réð varla við mig heldur reyndi að kremja brosgrettuna í framan. En pælið í því að gera þetta í hvert skipti sem maður fer í bíó.  Ég er hrædd um að allir myndu fá ógeð af þjóðsöngnum og hætta að bera virðingu fyrir honum. Mér skilst að tekið hafi verið upp á þessu eftir hryðjuverkin hér í júlí í fyrra, þar sem e-r múslimasamtök sprengdu upp lestir og yfir 200 manns létust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú syngur bara þennan á móti:

Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð!
Vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn!
Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans
þínir herskarar, tímanna safn.
Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár,
og þúsund ár dagur, ei meir;
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.
Íslands þúsund ár,
Íslands þúsund ár!
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.

:-) 

Bjarni (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband