Símanum stolið!

Samsung_X830_Pink_sÞað er ekki hægt að treysta á neitt, ég fór í "shooting" í gær fyrir bíómynd og var þetta skot svona "catwalk" eða "ramp show".  Þetta var mjög skemmtilegt, en eitt skyggði þó á, en það var þegar ég var að taka þátt í öðru skoti og í öðrum búningum, þá voru allir að flýta sér mjög og ég hélt á símanum mínum því ég var búin að fá nokkur SMS og var svolítið forvitin hvað stóð í þeim. En svo sögðu allir mér að flýta mér þannig ég ákvað að skilja símann eftir í búningsherberginu, hélt að hann yrði öruggur þar, þar sem hinar stelpurnar voru allar með veskin sín. En þegar ég kom til baka þá var allt horfið á rúminu og síminn minn líka sem ég hafði verið að vesenast að koma í lag í nokkra daga, búin að redda simkortinu sem tók 4 daga og aflæsa símanum sem tók 2 daga, svo náði ég að nota hann í einn dag og svo horfinn!  Þetta leggst inn á reynslubankabókina.

Sem sagt, hér með tilkynnist að indverska númerið mitt sem ég var búin að gefa vinum og vandamönnum upp kemur til með að breytast þegar ég verð búin að fá mér nýjan síma og SIM-kort.

Ég að kyssa músJæja til að bæta kolbikasvörtu ofan á svart þá braut ég hæl þegar ég var á leiðinni í myndatöku, þannig að ég haltraði að settinu mjög smart. Síðan fór ég aftur í dag í kvikmyndaverið og síminn fannst ekki og svo byrjaði að hellirigna eftir töku þannig að það var alveg 10 cm hátt flóð og eins og maður hafi tekið sturtu þegar komið var í bílinn. Traffíkin á leiðinni heim var hræðileg - var föst í langann tíma í umferð!   En að öðru leyti er þetta búin að vera skemmtileg reynsla.   Fyrir áhugasama, þá eru myndir hér frá kvikmyndaverinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafía Ingibjörg Sverrisdóttir

þetta er skandall eins og simar eru dýrir nu til dags vonandi finst þjófurinn

Ólafía Ingibjörg Sverrisdóttir, 14.6.2007 kl. 16:07

2 identicon

Þú verður örugglega fyrsta íslenska Bollywood stjarnan!  

Bjarni M. (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband