29.6.2007 | 22:21
Hótel JW Marriot í hádeginu
Í nágreni okkar er 5 stjörnu glæsihótelið JW Marriot, þangað sem við stöllur förum stundum að borða í hádeginu. Þar er boðið upp á risastórt hlaðborð, sem maður getur hlaðið í sig af að vild og að auki getur maður pantað af matseðli. Við fórum þangað í dag um 2 leytið. Ég byrjaði á því að fylla á diskinn af allskyns kræsingum af hlaðborðinu og síðan pantaði ég mér pizzu. Úrvalið þarna er mjög mikið og allt alveg rosalega gott. Þegar ég var búin með pizzuna var haldið að kökuborðinu, sem var fullt af gómsætum kökum af öllum gerðum. Ég fyllti diskinn minn (reyndar tvær hæðir ) með litlum bita af flestum kökunum og voru þær allar alveg rosa góðar. Eftir það fékk ég mér vöfflu og ís og fullt af nammi. Ég verð að viðurkenna að ég át vel yfir mig þarna og var alveg að springa á eftir. Á morgun fer ég í töku fyrir eitthvað editorials með mjög frægum Bollywood leikara, Saif Ali Khan (sjá einn af mörgum aðdáendavefum hér) en hann fer með aðalhlutverk í kvikmyndinni Race, sem ég tók þátt í um daginn og sagði frá hér. Segi kannski nánar frá því síðar, því nú þarf ég að drífa mig út að borða á restaurant sem heitir Myst. | JW Marriot hótelið í Mumbai Lobbýið Kaffiterían þar sem við borðuðum |
Athugasemdir
Ég sé þig ekki fyrir mér borða neitt geðveikislega mikið ég gæti hinsvegar alveg fengið mér ábætur ójá, þetta er hrikalega flott hótel og ég sem er að fara til dk í ágúst ! hvað var maður að pæla.
Sævar Einarsson, 29.6.2007 kl. 23:30
Maður verður nú hálfsaddur bara af því að lesa þetta. Hvernig er það, þurfið þið fyrirsætur ekki alltaf að vera að passa upp á línurnar?
Bjarni M. (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 21:56
Við ættum eiginlega að vera að hugsa um það, en ég pæli ekkert í því. Það mætti halda að strákarnir væru meira að passa línurnar!
Ég bauð vini mínum kökusneið um daginn, það sem hann sagði var "no I´m on diet" svo ég át þá alla kökuna ein!
Bryndís Helgadóttir, 1.7.2007 kl. 11:22
Brennslan hlýtur að vera í lagi hjá þér :-)
Siggi J. (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 15:12
Íslenska fjallkonan hér á ferð, hvernig var svipurinn á honum eftir að þú hámaðir sneiðinni í þig einsömul ? maður gat þetta einusinni, borðað endalaust ánþess að bæta á sig grammi ...
Sævar Einarsson, 1.7.2007 kl. 21:36
hehe já það er gott að vera með brensluna í lagi. En hann horfði á mig eins og ég væri villisvín, en það bjuggu einu sinni villisvín í götunni minni. Ég hef ekki enn rekist á neitt, það gæti verið útaf rigningunni.
En ég held að hann hafi verið svoldi svekktur. Ég þekki nokra model stráka hérna og þeir eru allir á diet!
Og nú líður mér illa því ég pantaði dominos í dag og mcdonalds í kvöld :S og fékk meira að segja 3 mcdonalds borgara!
Bryndís Helgadóttir, 1.7.2007 kl. 22:24
Alltaf minna villisvín mig á heimsbókmenntir á borð við Ástrík og vin hans Steinrík sem hafði mikið dálæti á villisvínum en núna ég er farinn út í góða veðrið, úff hvað það er gott veður !
Sævar Einarsson, 2.7.2007 kl. 13:42
Þessi sævar getur varla þekkt bryndísi það vel :D .. Hún Bryndís mín er nú svolítið mikill sælkeri og bakar ósjaldan kökur, og borðar lika :D
En sakna þín elskan min ;*;*
Ásdís Hrund (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 18:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.