Komin með indverskt lag á heilann!

Það hefur svo sem gerst áður að maður hafi fengið sumarsmelli á heilann í útlöndum en ég bjóst nú ekki við að það gerðist hér á Indlandi.   Sem sagt ég er komin með indverskt lag á heilann, sem ég raula við öll tækifæri núna, þ.e.a.s. viðlagið sem er á ensku.   Lagið heitir Ganpat og er úr nýlegri Bollywood bíómynd sem heitir Shootout At Lokhandwala (sjá hér um myndina á Wikipedia) og er byggð á mjög frægu máli eða kannski öllu heldur "sönnum orðrómi" um glæpaklíku og spillingu innan lögreglunnar hér í Mumbai.   Lokhandwala er staðurinn þar sem myndin gerist og er hann aðeins í 5 mínútna fjarlægð frá þar sem ég bý.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband