Klukkuð af Steinunni Camillu

Steinunn Camilla klukkaði mig um daginn eins og sjá má hér, en skv. því á ég að segja 8 hluti um sjálfa mig og klukka síðan 8 aðra.   Verst að mér sýnist ég vera orðin svolítið sein með þetta því það virðist þegar búið að klukka flesta bloggvini mína, en sjáum til.  

Hér koma 8 atriði um mig:

  1. Ég er í Borgarholtsskóla á verslunarbraut og stefni á stúdentspróf eftir 2 ár
  2. Vildi bara eiga bleik föt og bleik húsgögn þegar ég var lítil og lita með bleikum litum
  3. Ég var skyggn þegar ég var lítil, sá álfa, dverga, drauga og lék mér að ljósi sem enginn sá nema ég
  4. Elska að baka og borða góðar kökur
  5. Les nær eingöngu Harry Potter/Fíla Harry Potter í botn           
  6. Ég get ekki sungið en hef samt gaman af því að syngja
  7. Elska það að dansa og hef æft jassballett svo hef ég líka æft badminton og prófaði golf eitt sumarið þegar ég var lítil.
  8. Mér finnst æðislegt að fara upp í sumarbústað og slappa af í heitapottinum

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Sniðugt þetta KLUKK...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.7.2007 kl. 20:24

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég elska að elda góðan mat, en að baka er eitthvað sem ég hef aldrei getað, nema baka vandræði kannski ég er búinn að svara klukkinu :D

Sævar Einarsson, 20.7.2007 kl. 22:21

3 identicon

Þú ert svo mikið nörd elskan min :D (á góðan hátt)

Hlakka til að fá þig heim, sakna þin :( ;*

Ásdís Hrund (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband