Færsluflokkur: Bloggar

Hey hó og jibbý jeij...

...það er kominn 17 júní ! Já ég var að fatta að það er 17 júní í dag, æj leiðinlegt að geta ekki haldið uppá hann heima!  Í staðinn fór ég í brunch sem tók alveg heila 5 – 6 klukkutíma!

En ég er búin að kaupa nýjan síma og fá nýtt númer loksins; ákvað að fá mér einn af ódýrustu sort, svona til að maður sjái ekki of mikið eftir honum ef sagan endurtekur sig.   Fæ mér kannski einn flottan rétt áður en ég fer heim, því þeir eru mun ódýrari hér heldur en heima á Íslandi.


Símanum stolið!

Samsung_X830_Pink_sÞað er ekki hægt að treysta á neitt, ég fór í "shooting" í gær fyrir bíómynd og var þetta skot svona "catwalk" eða "ramp show".  Þetta var mjög skemmtilegt, en eitt skyggði þó á, en það var þegar ég var að taka þátt í öðru skoti og í öðrum búningum, þá voru allir að flýta sér mjög og ég hélt á símanum mínum því ég var búin að fá nokkur SMS og var svolítið forvitin hvað stóð í þeim. En svo sögðu allir mér að flýta mér þannig ég ákvað að skilja símann eftir í búningsherberginu, hélt að hann yrði öruggur þar, þar sem hinar stelpurnar voru allar með veskin sín. En þegar ég kom til baka þá var allt horfið á rúminu og síminn minn líka sem ég hafði verið að vesenast að koma í lag í nokkra daga, búin að redda simkortinu sem tók 4 daga og aflæsa símanum sem tók 2 daga, svo náði ég að nota hann í einn dag og svo horfinn!  Þetta leggst inn á reynslubankabókina.

Sem sagt, hér með tilkynnist að indverska númerið mitt sem ég var búin að gefa vinum og vandamönnum upp kemur til með að breytast þegar ég verð búin að fá mér nýjan síma og SIM-kort.

Ég að kyssa músJæja til að bæta kolbikasvörtu ofan á svart þá braut ég hæl þegar ég var á leiðinni í myndatöku, þannig að ég haltraði að settinu mjög smart. Síðan fór ég aftur í dag í kvikmyndaverið og síminn fannst ekki og svo byrjaði að hellirigna eftir töku þannig að það var alveg 10 cm hátt flóð og eins og maður hafi tekið sturtu þegar komið var í bílinn. Traffíkin á leiðinni heim var hræðileg - var föst í langann tíma í umferð!   En að öðru leyti er þetta búin að vera skemmtileg reynsla.   Fyrir áhugasama, þá eru myndir hér frá kvikmyndaverinu.


Þjóðsöngur í bíó

Indverski fáninnJæja, þá ég er búin að prófa bíó í Indlandi. Ég fór á Ocean's Thirteen en hún var ekki eins góð og Ocean's Eleven. En skrítin upplifun fyrir sakleysingja frá Íslandi er ströng öryggisgæsla í bíóum; leitað er á fólki, veskið manns skoðað og ekki má fara með neitt eins og t.d. ís inn.  Varð að borða minn fyrir utan í flýti. Og svo 2 mínútum áður en myndin byrjar þá eiga allir að standa upp og horfa á skjáinn þar sem indverski fáninn birtist og indverski þjóðsöngurinn byrjar.   Eftir smá hik stóð ég auðvitað upp og horfði svona smá í kringum mig og allir voru grafalvarlegir en ég var náttúrulega alveg við það að fara að hlæja sem hefði ekki litið vel út! En ég réð varla við mig heldur reyndi að kremja brosgrettuna í framan. En pælið í því að gera þetta í hvert skipti sem maður fer í bíó.  Ég er hrædd um að allir myndu fá ógeð af þjóðsöngnum og hætta að bera virðingu fyrir honum. Mér skilst að tekið hafi verið upp á þessu eftir hryðjuverkin hér í júlí í fyrra, þar sem e-r múslimasamtök sprengdu upp lestir og yfir 200 manns létust.


Fílar á götum stórborgar!

Já fólk, í gær sá ég fíl labbandi á einni götunni hér í Mumbai, eins og ekkert væri sjálfsagðara!  Við erum hér að tala um eina fjölmennustu stórborg í heiminum.   Ég var á leiðinni á klúbb og fíllinn var með ranann inn um glugga á bíl, e.t.v. að næla sér í e-ð góðgæti.

Einmitt svona "Kodak moment" en leiðinlegt að ég gleymdi myndavélinni Angry

  

Gærdagurinn var sosum ágætur, ég varð reyndar frekar pirruð þegar netið var niðri um kvöldið í gær og indverska SIM-kortið mitt virkar ekki í Samsung símanum mínum og þegar ég ætlaði að hringja úr íslenska númerinu mínu þá var það ekki að virka heldur, þótt ég hafi marg oft hringt úr því síðan ég kom hingað. En ég fékk nokkurskonar innilokunarkennd eða eigum við kannski heldur að segja "netleysiskennd", og verð ég að segja að hún er óþægileg.  Og ekki bætti úr skák hinn mikli hiti (hátt í 40°C), sem gerði ekkert annað en að magna þessar kenndir sem net- og símaleysið ollu.

En mér hefði liðið enn verr ef ég hefði ekki farið í þetta æðislega nudd! Ég fór í "fullbody" nudd og ég virkilega þurfti á því að halda enda lurkum lamin eftir að hafa ferðast 26 tíma með þunga fartölvu, bækur, hleðslutæki og meira hangandi á öxlinni minni allan þann tíma sem ég var ekki í flugi.

Jæja, best að koma sér úr náttfötunum og fara að gera e-ð að viti !

 


Umferðin á Indlandi

Eins og ég sagði frá hér þá er ég að deyja úr hræðslu þegar ég er í bíl hér í Mumbai - alltaf með hjartað í buxunum.   Þá eru Indverjar ótrúlega duglegir að nota flauturnar - það glymur flautukonsert í eyrunum á manni allan liðlangan daginn.   Skoðið þetta video til að skilja hvað ég er að fara - þetta virðist nú samt frekar fáfarin gata (hafðu kveikt á hátölurunum): 

 

Smile


8 júní - flott út að borða á Indlandi

Jæja þá er kominn laugardagur, ég hélt reyndar að það væri föstudagur. Ég hætti alveg að taka eftir tímanum og dögunum hér, þar sem ég hef ekki síma enn. En ég fæ indverska SIM-kortið mitt á morgun! En allavega þá er ég svona farin að reyna að venjast aðeins menningunni hérna þó það sé erfitt. 

Í gær þá fór ég á fund fyrir e-ð tónlistarmyndband og svo í Norbit-Mall og Hyper City með Helgu og Pooria. Og þar reyndi ég að velja allan matinn minn evrópskan og spurði Pooria mikið hvað væri evrópskt. En þetta var alveg svakalega stór  matvörubúð og með fullt af evrópskum mat svo það var algjör “life saver” að komast í hana. Hélt að ég myndi ekkert borða hérna í Indlandi. Ég verslaði mikið af mat og annað og þegar ég var að fara að borga þá virkaði ekki Visa kreditkortið mitt svo ég prófaði debet kortið íslenska (sem ætti eiginlega ekki að virka þar) og það virkaði. En allur maturinn var mjög ódýr kostaði aðeins 2000 og e-ð rúbínur sem sagt sirka 3000 krónur íslenskar.

Úti að borðaEn um kvöldið fékk ég þessa leiðinlegu frétt um S&H, svo ég var ekki í það miklu skapi að fara í e-ð partý , en við höfðum gert plan um að fara og þeir búnir að kaupa hvítvínsflösku handa mér. En svo ákváðum við að fara þá bara út að borða og fórum á alveg rosalega flottan stað sem heitir H2O. Hann er með þeim flottari sem ég hef séð og ja sumir staðirnir eru mikið flottari en á Íslandi. En við fórum upp og sátum á svölunum og fengum okkur kokteila og svona áður en við borðuðum og fyrst fékk ég mér bleikan drykk og svo annan bláan sem var enn girnilegri. Svo kom þessi rosa góði matur, fyrst kjúklingur og gat ég ekki hætt að borða hann og svo einhverskonar ostaréttur. En eigandinn sat með okkur og var stjanað við okkur. Hann er þessi með skrýtna hattinn (á meðfylgjandi mynd) þannig við þurftum ekkert að borga. 

Svo þegar við fórum út spurðu þeir okkur hvort við værum enn svangar, en ég sagðist ekkert vera það svöng, samt fóru þeir með okkur á resturantinn við hliðin sem var  mjög fínn. Við pöntuðum margt og ég bað um djúpsteiktan humar en þetta var allt svo sterkt að munnurinn minn var að brenna !

Nóg komið í bili, meira síðar!

 


Ekki góð vinnubrögð hjá Séð og heyrt!

Nú er ég alveg miður mín.  Ég var nefnilega að fá þær fréttir hingað til Indlands að Séð og heyrt hafi notað mig sem “Séð og heyrt stúlkan” í síðasta tölublaði.   Margir vinir mínir hafa hneykslast yfir þessu, því þeim finnst þetta vera lítilslækkandi fyrir mig.   Mér finnst það kannski ekki aðalatriðið, heldur vinnubrögð Séð og heyrt, því blaðið gerði þetta í engu samráði við mig; hvorki spurði mig leyfis eða lét mig vita á neinn hátt.   Birting sem þessi er þvert gegn stefnu vinnuveitanda míns, Eskimó, og veit ég að Andrea er ekki ánægð með þetta og mun gera eitthvað í málinu.   Þetta er að mínu viti slæm vinnubrögð og blaðinu til vansa. 

Uppfært 12.06.07:

Ég er búin að fá skýringar og afsökunarbeiðni frá Séð og heyrt, sem ég sætti mig vel við.   Málið er að ég talaði við Björn Blöndal, ljósmyndara, þegar hann tók myndir af okkur á tískusýningunni Made in Iceland fyrir rúmri viku síðan og sagði honum frá Indlandsferðinni minni.   Hann sagðist vilja segja frá för minni til Indlands í Séð og heyrt, sem ég samþykkti að sjálfsögðu.  Hins vegar fór það framhjá mér að hann ætlaði að nota næst síðustu síðuna í þessu skyni, en af henni fer jú misjafnt orð, sem hvorki hæfir stöðu minni hjá Eskimó, né aldri mínum.   Ég trúi engu slæmu um Björn Blöndal og trúi líka að hann hafi gert þetta af velvilja við mig, enda myndin góð í alla staði og textinn mér mjög svo hliðhollur.    Ég var e.t.v. of fljót á mér þegar ég setti inn færsluna að ofan, enda miður mín eftir að fjöldi vina minna hafði samband og flutti mér tíðindin um að ég væri “Séð og heyrt stúlkan” og sá fyrir mér hið versta, enda hafði ég ekki séð blaðið.  Einnig áttaði ég mig engan veginn á því hversu öflugur miðill bloggið hérna á mbl.is er, hélt mig fyrst og fremst ná til vina og vandamanna, en mér er sagt að færslan mín hér að ofan hafi farið eins og eldur um sinu heima á Íslandi.   Sem sagt, þetta byggðist allt á misskilningi og við sem að þessu komum öll reynslunni ríkari.

Annað bloggið mitt =)

Jæja þá er þriðji dagurinn kominn og var ég að koma úr castingi áðan fyrir einhverja mynd og sit bara uppí rúmi með loftkælinguna á fullu.

En í gær fórum við 5 stelpur + bílstjórinn í eiginlega 4 manna bíl og sátum í næstum 2 klst bílnum. En við fórum í e-ð casting sem tók langan tíma og við þurftum að fara í annað sem við þurftum þá bara að sleppa. Á leiðinni var svona fallegt tívolí með vatni sem fólk gat farið útá báta og svona, eða það hefði verið fallegt ef það hefði ekki verið svona skítugt og tívolíið pínku lítið.

Ég er allavega búin að láta nokkrar myndir inná en læt fleiri inná af hinum myndavélunum. En þær voru teknar þegar við fórum á einhvern flottan klúbbrétt hjá ströndinni ( sem er ekki venjuleg strönd ) . En það var mjög fínt þar náttúrulega ekki mjög crowded þar sem það var bara miðvikudagur . En þar var maturinn borinn til okkar af barnum og dansgólfinu og svona. Ég dansaði reyndar ekki mikið því það voru svo fáir að dansa, en ég fékk mér Pina colada og svona drykk sem ég veit ekki hvað heitir; vínrauður með eplum og perum úti =) rosa góður náttúrulega fríir drykkir. En svo fórum við snemma heim, því við þurftum að vakna snemma næsta dag og fórum meira að segja áður en aðal maturinn kom :/ . En það var allt í lagi ég var hvort sem er södd eftir McDonalds en ég komst að því áðan að það er hægt að láta senda sér McDonalds! Svo ég mun örugglega lifa á því og Dominos - hef heyrt að KFC sé vont hérna og ég smakkaði pizzuna á Fridays frekar spes og ég þori ekki að smakka Subway, veit ekki hvort sveittur indverskur Subway sé jafn góður og sveittur íslensku !. En eitt sem ég skil ekki, á klúbbnum var ískalt, eins og að koma í ísskáp. Þannig marr fann ekkert á sér fyrr en marr ætlaði heim eða út. En þegar ég kom heim þá var bara öryggisvörðurinn sofandi? Gott öryggi ha ?

En ég fór í svona hjólavagn sem heitir hvað ricshaw what æj man ekki e-ð R .En ég varð soldi oft hrædd á leiðinni þar sem bílar beygðu og bremsuðu þegar þeir voru komnir svona 5 cm frá bílnum !! sem var hræðilegt og allir keyra bara á miðri akrein. Og svo eru engin öryggisbelti. Svo ef ég blogga ekki innan viku þá er ég klesst á götunni eins og margir hundar. Ójá það er keyrt yfir hunda eins og ekkert sé og kýrnar eru bara við marga kanta. Ég hef ekki enn séð neina ketti ? bara villihunda.Og hvar er allt fatlaða fólkið og móngóltarnir ?  Marr sér líka oft karla leiðast höndum eða halda um öxlina á öðrum. Meina af hverju gera þeir það ekki við konuna sína ? Er flottara að líta út eins og hommi ? Ef þeir vilja snertingu frá einhverjum væri ekki skárra að fá það frá konu, æj ég bara svona að velta þessu fyrir mér. En áðan þá komumst við ekki niður stigann sökum fljúgandi kakkalakka !! Já krakkar hann flýgur ! Og við reyndum að kalla á öryggisvörðinn en hann þóttist ekkert heyra.

Svo þoli ekki að sjá fólk úti á götunum og sofa á akreinabrautareyjunum! Það var kona með nýfætt barn sitt kannski 0-2 mánaða sem lá bara á smá taui á akbrautareyjunni sem er kannski 20 -25 cm og hún að betla e-ð. Og Sigga rétti úr bílnum smá pening .. en þá vildu þeir bara meir og ég var ekki með neitt klink.

Já ég ætlað hætta í bili og reyna að gera e-ð annað; sofa meir eða e-ð.

Og ég laga myndirnar í dag/kvöld

Verið sæl !


Indland

Jæja , ég ætla að reyna að blogga e-ð á meðan ég er í Indlandi. En ég er frekar lélegur bloggari en ætla að reyna samt.

En ég er allavega komin til Indlands, kom semsagt í gær. En ég komst ekkert á netið fyrr en í dag og má segja að ég hafi fengið smá menningarsjokk. Maður sér húsarústir sem fólk býr í og sum húsin eru hálfgert búin til úr rusli. Svo er keyrt öfugu megin eins og í London, fékk að sjá smá af London í rútunni. Kannski ég byrji að tala um flugið; þegar við komum á Heathrow flugvöllinn til að tjékka inn töskurnar fengum við að vita að það tæki næstum klukkutíma að fara til London út af umferð. Svo við hættum við og ætluðum að taka strætó til Windsor minnir mig en þá tók 40 mínútur með strætó svo við héngum á flugvellinum í tæpa 6 tíma. Reyndar fannst mér tíminn þar líða of hratt þar sem við þurftum að hlaupa á eftir flugvélinni næstum; hehe. En við höfðum nóg að skoða og versla og ég náði ekki einu sinni að versla allt sem ég ætlaði mér (útaf tímaleysi). Svo svaf ég mest allan tímann í flugvélinni þar sem ég á auðvelt með að sofna eftir hvítvín og tannbursta tók ekki einu sinni eftir að við vorum næstum 9 tíma í flugvélinni. En ég er ótrúlega ósátt við þetta svaka security. Taka bara rándýrt krem af manni útaf engu. En allavega þá kom ég til Indlands kl sirka 8 að morgni á íslenskum tíma, en sirka 1 á indverskum tíma.

Mig er strax farið að líða eins og einhverri geimveru sem allir stara á.  Það er frekar óþægilegt liggur við að maður klæði sig eins og sumar og láti aðeins sjást í augun. En það er altént ótrúlega heitt hérna og umferðin pff ég var hálfhrædd allan tímann, þar sem það er varla regla í umferðinni, það eru allir allstaðar og næstum keyrt á okkur nokkrum sinnum.  Og allir flautandi útaf engu, bara til að flauta. Svo voru börn böðuð nánast út á götunum sumstaðar.  En ég er samt mjög sátt við íbúðina , hún er mjög fín og starfsfólkið líka. Þau eru víst búnað bíða spennt eftir manni greinilega e-ð að gera þótt það sé monsún tímabil.   Svo þegar maður var kominn heim,  þá voru fæturnir rosalega bólgnir eftir allt labbið fram og til baka;  endalaust labb! En ferðin gekk mjög vel=).

En núna er annar dagurinn minn hérna á Indlandi og fór ég í "casting" fyrir undirföt áðan. Ég finn fyrir raka í loftinu alveg eins og maður sé í gufubaði. En myndavélin mín var batteríslaus svo ég tók engar myndir í dag eða gær. Það er samt hræðilegt hvað sum börn hlaupa að bílnum sem maður er í og banka á gluggana og biðja um pening, og þau hætta ekki heldur banka áfram og áfram. Og maður fær mjög mikið í brjóstið því það er hræðilegt að sjá svona. Svo sá ég belju áðan á götunni bera einhverja olíu, bíddu eru þær ekki heilagar? Á olían ekki frekar að bera beljuna?  Bara svona hugdetta Tounge En ég er allavega í íbúð fyrir ofan Eskimó skrifstofuna, þar sem ég er núna útaf því að þráðlausa netið er slappt uppi og það er góð loftkæling hérna. En ég bý með 2 öðrum íslenskum stelpum og svo er einn strákur og stelpa frá öðrum löndum. En það eru allir mjög næs hérna og gaurinn ætlar að taka mig með í partý í kvöld ef hann fer. Svo jeij annað hvort verður fyrsta indverska partýið í kvöld eða á morgun,  því á morgun ætlar skrifstofan að halda partý fyrir okkur =). Þannig að maður sér bara hvernig fer í kvöld. Kannski gerir maður ekkert;  náttúrulega búin að ferðast í 26 tíma í gær og hinn. En núna ég held að komið nóg í bili og ég ætla að fara að fá mér kvöldmat, ef ég finn mér einhvern góðan stað ! 

 Verið þið sæl að sinni.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband