Bendice - Nýja nafnið mitt samkvæmt Bombay Times

Eins og ég minntist á í færslunni hér á undan þá birtist mynd af mér í Bombay Times sl. sunnudag.  Þetta blað fylgir með Times of India sem er útbreiddasta dagblaðið í heiminum sem gefið er út á ensku, en það er selt í 2.6 milljónum eintaka á hverjum degi.  Já tölurnar geta verið stórar hérna á Indlandi, enda býr hér u.þ.b. milljarður manns og Mumbai (eða Bombay eins og flestir hér kalla borgina ennþá), stærsta borgin með ca 20 milljónir íbúa.

BendiceMyndin var tekin á skemmtistað sem heitir Enigma, sem er á JW Marriot hótelinu hérna í nágreninu.  Þetta er víst heitasti staðurinn sem kvikmyndastjörnur og annað frægt fólk sækir hér.   Eins og þið sjáið, þá er farið vitlaust með nafnið mitt í myndtextanum, sem sagt Bendice heiti ég skv. Bombay Times (gæti verið stytting á t.d. "Bend over Iceland" Smile).   Ekki veit ég hvernig ljósmyndarinn fékk þetta nafn, en allir vinir mínir sem voru með mér þarna neita að kannast við að hafa gefið honum nafnið mitt.   Ekki þekki ég kallana sem ég var að spjalla við þegar myndin var tekin.   Ég veit þó að þessi hægra megin (Sanjay Adhikari) er yfirmaður Delhi skrifstofu fyrirtækis sem heitir Stance sem er víst stórt í skemmtanabransanum hér; framleiða kvikmyndir, eru umboðsmenn leikara og fyrirsætna o.fl.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Bendice = Ben Dice = Benni teningur fjölmiðlar búa bara til eitthvað ef þeir vita ekki hver viðkomandi er, kannski hefur einhver sagt viðkomandi að þú værir Bryndís og hann túlkað ís sem ice ...

Sævar Einarsson, 14.7.2007 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband