Kveðjudagurinn

mumbai-kef2Jæja, þá er ég að fara fljúga heim.   Legg í loftið héðan frá Mumbai til London kl. 12:30 á indverskum tíma (7:00 á íslenskum tíma), en það flug tekur um 9 klst. og ætla ég að reyna að sofa megnið af þeim tíma.  Síðan tek ég kvöldvél Icelandair heim og verð lent rétt fyrir miðnætti.   

Tíminn hefur heldur betur flogið hérna hjá mér, enda alltaf haft nóg fyrir stafni.  Síðustu dagar hafa ekki verið nein undantekning frá því.  Kláraði fyrir helgi tökur fyrir bíómyndina sem ég sagði frá hér og hér.    Í fyrradag byrjaði ég að kveðja vini mína hér, sem eru orðnir ansi margir.  Fór út að borða með vinum í hádeginu á Marriot (sjá hér) og um kvöldið á Myst, sem hefur verið uppáhalds resturantinn minn hérna.    Í gær reyndi ég svo að gera allt klárt fyrir ferðina heim, pakka og ganga frá ýmsum lausum endum.   Fór í smá verslunarleiðangur og hélt svo áfram að kveðja vini yfir málsverði, fórum á Golden Dragon sem er á Taj hótelinu miðbæ Mumbai og síðan á stað sem heitir Indigo, en þar er maturinn sennilega bestur.  Síðar um kvöldið hóaði ég saman vinum á stað sem heitir Olive sem er í nágreni Eskimó-hússins og áttum við þar góða stund saman.   Það er alltaf leiðinlegt að kveðja góða vini, en ég sagði öllum að ég kæmi aftur í janúar, svo ég þyrfti nú ekki kveðja þá eins og ef um hinstu kveðju væri að ræða. 

Ég stefni svo að því að koma með loka blogg um ferðina mína fljótlega eftir að ég er komin heim ásamt því að bæta við fleiri myndum.    Hlakka til að sjá ykkur öll!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Þetta er aðeins lengra en að fljúga til Færeyja, ég myndi ekki höndla svona langt ferðalag í flugvél ef vélin væri frá Icelandair, það er eins og vera troðið oní sardínudós ef maður er 190cm eða stærri,(kom frá DK í nótt og er með strengi eftir að hafa setið í 3 tíma) vonandi færðu meira pláss góða ferð heim.

Sævar Einarsson, 22.8.2007 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband